spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaFyrstar að leggja Þór á heimavelli í vetur

Fyrstar að leggja Þór á heimavelli í vetur

Stjarnan var fyrst liða til að leggja Þór að velli í íþróttahöllinni í vetur gestirnir höfðu þriggja stiga sigur 86:89.

Þegar að leik liðanna kom höfðu Þórsstúlkur unnið alla 10 heimaleikina í deildinni og einn leik í bikarnum en Stjarna sagði hingað og ekki lengra og tóku bæði stigin sem í boði voru.

Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og einungis tvö stig skildu liðin að hálfleik þar sem gestirnir leiddu 42:44. Ekkert skal tekið af Stjörnunni en í fyrri hálfleik voru heimakonur ekki líkar sjálfum sér og leikur liðsins einkenndist að miklu óðagoti og fljótfærnis mistökum. Sem dæmi þá var Þór komið með 12 tapaða bolta í hálfleik en gestirnir voru með 6 tapaða bolta. 

Þór vann fyrsta leikhlutann með einu stigi 22:21 en Stjörnukonur höfðu betur í öðrum leikhluta sem þær unnu með þremur stigum 20:23.

Hjá Þór var Esther komin með 16 stig og Amandine 12 en hjá Stjörnunni var Diljá komin með 16 stig og Ana 15.

Þriðji leikhlutinn var jafn og spennandi og voru gestirnir ávallt fetinu á undan þótt Þór hafi komist yfir 46:44 í þriðja leikhluta og svo jafnt 48:48 gáfu gestirnir í og leiddu það sem eftir lifði fjórðungsins sem var þó jafn að stigum þegar upp staðið 23:23 leiddu gestirnir með tveimur stigum þegar lokakaflinn hófst 68:70.

Snemma í fjórða leikhluta virtust heimakonur vera finna taktinn og jöfnuðu 70:70 og eftir þriggja mínútna kafla hafði Þór náð fimm stiga forskoti 77:72. Baráttan hélt áfram og þegar  um tvær mínútur lifðu leiks var staðan jöfn 82:82 og spennan í hámarki. Fram að þessu höfðu heimakonur verið ólíkar sjálfum sér og gerðu óþarfa mistök á lokasprettinum sem gestirnir nýttu sér til fullnustu og unnu þriggja stiga sigur 86:89.

Án þess að taka neitt af Stjörnuliðinu þá lék Þór sinn allra versta leik í vetur. Tapaðir boltar urðu liðinu dýrkeyptir og það nýttu gestirnir og í raun þurftu engan stórleik til að innbyrða sigurinn í kvöld.

Stigahæst Þórskvenna í dag var Esther Fokke með 29 stig 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Amandine Toi 21/1/2 , Madison Anne 19/22/5, Emma Karólína 6/2/0, Eva Wium 5/2/1, Hanna Gróa 4/2/0 og Natalia 2/3/1.

Framlag Stjörnukvenna: Ana Paz 29/6/0, Dilja 26/4/4, Katarzyna 15/6/2, Fanney María 14/2/0, Bergdís Lilja 3/8/1 og Berglind Katla 2/3/2.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, myndir / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -