Haukur Helgi Pálsson og félagar í bandaríska háskólaliðinu Maryland töpuðu sínum fyrsta leik í nótt þegar liðið lá 79-70 gegn Pittsburgh í 2K Classic mótinu. Pittsburgh er einn sterkasti skóli Bandaríkjanna um þessar mundir í 4.-5. sæti yfir sterkustu háskólaliðin vestanhafs.
Haukur Helgi fékk að spila í þrjár mínútur í nótt og á þeim tíma tókst honum að fá dæmdar á sig tvær villur og stela einum bolta en hann náði ekki skoti á þessum tíma. Stigahæstur í liði Maryland var Cliff Tucker með 17 stig. Hjá Pittsburgh var Talib Zanna með 14 stig og 12 fráköst.