22:43
{mosimage}
(Jón Arnór Stefánsson)
Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig í níu stiga tapi gegn Barcelona 65-74 á heimavelli, staðan í hálfleik var 31-37 gestunum í vil. Liðið hefur tapað fimm leikjum og sigrað einn í Meistaradeildinni.
Gestirnir frá Barcelona lögðu grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta þegar að þeir komust yfir 9-22 og var erfitt fyrir liðið að ná muninum niður. Betur gekk í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 31-37. Í þriðja leikhluta juku Barcelona aftur muninn og leiddu þeir 50-60 eftir þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta minnkuðu heimamenn muninn minnst niður í þrjú stig en Barcelona nýttu vítaskot sín í lokin og sigruðu 65-74.
Jón Arnór var í byrjunarliði Lottomatica Roma og lék hann í 33:36 mín, Jón skoraði 8 stig, tók 4 fráköst, stal 3 boltum og gaf 1 stoðsendingu.
4803 áhorfendur voru á heimavelli Roma í kvöld
Næsti leikur Lottomatica Roma er gegn Chorale Roanne á útivelli 5. desember en í millitíðinni leika þeir á Ítalíu gegn Upim Bologna á heimavelli en Bologna eru í 11. sæti Seria A.
Frétt tekin af www.kr.is/karfa