Undir 18 ára drengjalið Íslands tapaði fyrir Eistlandi, 57-70, á Norðurlandamótinu í Kisakallio. Leikurinn sá fyrsti sem að Ísland tapar á mótinu, en áður höfðu þeir unnið Noreg, Danmörku og Svíþjóð.
Gangur leiks
Íslensku drengirnir voru undir allt frá byrjun. 8 stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 16-24. Svo 11 stigum undir þegar að liðin hékldu til búningsherbergja í hálfleik, 29-40.
Í upphafi seinni hálfleiks hélt Eistland að mestu í forystu sína. Munurinn á bilinu 8 til 14 stig lungann úr þriðja leikhlutanum. Munurinn 12 stig fyrir lokaleikhlutann, 42-54. Í honum gerði Eistland svo það sem þurfti til þess að sigla nokkuð öruggum 13 stiga sigri í höfn, 57-70

Hetjan
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Hugi Hallgrímsson, en hann skilaði 10 stigum, 7 fráköstum, 3 stolnum boltum, vörðu skoti og stoðsendingu á um 30 mínútum spiluðum.
Viðtöl: