spot_img
HomeFréttirFyrsta NBA þrenna Wall í hús!

Fyrsta NBA þrenna Wall í hús!

 
Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem nýliðinn John Wall, leikmaður Washington Wizards, landaði sinni fyrstu þrennu en kappinn þykir afar líklegur í kjörinu á besta nýliða ársins. Wall fór fyrir Wizards sem lögðu Houston 98-91 í leik þar sem, og þetta kemur ekki á óvart, Yao Ming fór meiddur af velli. 
Wall gerði 19 stig fyrir Wizards í nótt, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Kevin Martin var atkvæðamestur í liði Rockets með 31 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Ming haltarði svo af velli í fyrsta leikhluta og mun væntanlega á næstu vikum halda áfram við heimsmetatilraun sína í veikindadögum sem atvinnu íþróttamaður.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Atlanta 91-108 Milwaukee
Orlando 94-104 Utah
Toronto 96-101 Charlotte
Cleveland 87-95 New Jersey
New York 117-122 Golden State
Memphis 91-106 Dallas
Oklahoma 109-103 Philadelphia
San Antonio 107- 95 LA Clippers
Sacramento 89-98 Minnesota

Ljósmynd/ Wall er hvergi banginn við upphaf NBA ferilsins.

 
Fréttir
- Auglýsing -