spot_img
HomeFréttirFyrrverandi formaður Blika stórtækur í Kópavogi!

Fyrrverandi formaður Blika stórtækur í Kópavogi!

21:36
{mosimage}

(Eggert Baldvinsson er örlátur fyrir hönd Blika)

Eggert Baldvinsson fyrrverandi formaður Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur látið til sín taka svo um munar í Kópavogi.  Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks gefur Eggert gömlu æfingaboltunum nýtt líf.

Deildin hefur tekið 20 bolta úr hirslum sínum og dreifir þeim nú á körfuboltavelli Kópavogs. Boltarnir eru þá til taks fyrir þá sem vilja fara að spila.

,,Ef menn vilja "stela" boltunum af vellinum þá er það frjálst en ef menn vilja skilja þá eftir áfram fyrir næsta til að spila þá er það í góðu lagi líka,“ sagði Eggert í samtali við Karfan.is en þetta framtak er hugmynd sem kviknaði fyrir um þremur árum síðan.

Kópavogsbúar þurfa því væntanlega ekki að hafa körfubolta meðferðis næst þegar þeir ætla sér að taka leik. Þá er það óskandi að fólk sjái boltunum fyrir langvarandi heimili á þessum körfuboltavöllum en stundi ekki gripdeildir svo allir fái boltanna notið.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -