spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFyrrum NBA leikmaður til Grindavíkur "Kemur með mikla reynslu inn í hópinn"

Fyrrum NBA leikmaður til Grindavíkur “Kemur með mikla reynslu inn í hópinn”

Grindavík hefur samið við Jeremy Pargo um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu nú í morgun.

Jeremy mun koma inn í liðið í stað Devon Thomas, sem leikið hefur sinn síðasta leik fyrir þá að sinni. Jeremy er 38 ára, 188 cm bandarískur leikstjórnandi sem síðast lék fyrir Ignite í þrónurardeild NBA deildarinnar. Þar áður var hann á mála hjá Real Betis í ACB deildinni á Spáni. Þá var hann í nokkur ár á mála hjá liðum í NBA deildinni, síðast árið 2020 með Golden State Warriors.

Tilkynning:

Grindavík hefur komist að samkomulagi við Jeremy Pargo um að leika með liðinu út keppnistímabili. Að sama skapi mun Devon Thomas hverfa á braut og þökkum við honum kærlega fyrir samstarfið og hans framlag til liðsins í vetur.

Jeremy er hokinn af reynslu en hann lék tvö tímabil í NBA deildinni og þá landaði hann fjórum meistaratitlum í Ísrael og þremur bikarmeistaratitlum en þegar hann lék með Maccabi Tel Aviv spilaði hann einnig til úrslita í EuroLeague. Hann og DeAndre Kane voru einmitt liðsfélagar í Maccabi og ættu því að kannast vel hvor við annan inni á vellinum.

Jóhann Þór er fullur tilhlökkunar að sjá Jeremy á vellinum með Grindavík:

„Jeremy er afar heilsteyptur leikmaður, hávaxinn leikstjórnandi sem getur skorað allsstaðar af vellinum þegar hann er ekki að gefa stoðsendingar í bunkum. Hann kemur með mikla reynslu inn í hópinn og ætti að geta stýrt sóknarleiknum með aga og stöðugleika, sem er akkúrat það sem okkur hefur vantað í síðustu leikjum.“

Fréttir
- Auglýsing -