spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFyrrum leikmaður Tindastóls ósáttur við dvölina: „Vill að næsti leikmaður viti út...

Fyrrum leikmaður Tindastóls ósáttur við dvölina: „Vill að næsti leikmaður viti út í hvað hann er að fara“

Mikið hefur gengið á í herbúðum Tindastóls síðustu daga en liðið hefur einungis unnið tvo leiki af átta síðan um áramót. Liðið sem var öflugast allra fyrir jól hefur heldur betur gefið eftir og er nú ekki nálægt toppliðunum.

Eftir stórt tap gegn Stjörnunni fyrir viku síðan var ákveðið að gera breytingar á hópnum. Urald King sem var valinn besti leikmaður fyrri umferðar deildarinnar var óvænt látinn fara frá liðinu auk þess sem samningi við Michael Ojo var rift. Sá síðarnefndi hafði leikið þrjá leiki og var með 11,7 stig og 4,3 fráköst. PJ Alawoya mun snúa aftur í Síkið þar sem hann lék tímabundið fyrir áramót.

Michael Ojo hefur nú rofið þögnina með langri færslu á Instagram reikningi sínum fyrr í kvöld. Þar segist hann vera glaður með að vera á heimleið.

Þar segist hann meðal annars ekki skilja afhverju Sauðkrækingar sömdu við erlendan leikmann til að spila nærri hálftíma í leik stuttu eftir að hann lenti, síðan dregið úr spilatíma og settur í handjárn eins og hann orðar það. Þar tekur Ojo fram að það hafi ekki verið ákvörðun þjálfarans.

Ojo segist ekki vilja tjá sig meira um þessa hluti en segist ekki skilja afhverju Urald King var látinn fara einnig.

Einnig segir hann að sanna ástæða þess að hann sé glaður að yfirgefa Ísland sé kynþáttaníðið sem Kristófer Acox varð fyrir í Síkinu er KR heimsótti Tindastól. Ojo segist finna fyrir þörf til að biðja Krisófer afsökunar. Hann segir engan stað fyrir slíkan níð í íþróttum.

„Ef þeir segja þetta um þig, þá veit ég að þeir hafa haft svipaðar hugsanir um samherja mína af sama kynþætti og mig sjálfan. Það tók ekki nema einn leik fyrir þá að púa á einn okkar. Þetta er hlægilegt“ segir í færslunni en Ojo segir ekki eitt biturt bein að finna í sínum líkama.

„Ég myndi bara vilja að næsti ameríski leikmaður eða Bosman viti í hvað hann er að fara. Veljið skynsamlega“ segir Ojo svo í lok færslunnar.

Það má skynja mikla óánægju í orðum Ojo sem virðist allt annað en sáttur og vandar þessum stuðningmönnum Tindastóls ekki kveðjurnar. Færsluna frá Ojo má finna hér að neðan:

View this post on Instagram

 

I ain’t even have to cut the tie it severed itself… PLEASE READ FURTHER ….I’ve been blessed to be able to call myself a professional basketball player for 8 years. First and foremost let me tell you, they haven’t all been perfect situations but I’m still incredibly thankful for any and every opportunity I’ve been given to set foot between these lines. With all that being said I’ve never found a caption to be so fitting. I’ve been in Iceland for exactly two weeks but I am already happily on my way home. I’ve been released…Why you’d bring an import guard in, let him half-way cook in his first game (17 3 and 3 in 27 minutes, jet-lagged) to put him in handcuffs in games to follow is beyond me. (Not the coaches decision) Why you’d send home another American who’s averaging 20-11 is also beyond me… But I can’t speak on a story that isn’t mine. But the Real reason I’m happy to be gone is for the first time in my career I’ve been directly aligned with racists. Kristófer Acox, @krisacox , I don’t know you like that bro but I feel that I need to apologize. The fans / crowd who chanted, “Take Kristó off and put the monkey back in his cage” are not remotely a reflection of me. I know the struggle. Clearly. The club? Again that’s something I can’t speak on. But I would be remiss if I didn’t address this. There’s no place for this in sport. If they’re saying this about you I already know they’ve had some wonderful thoughts about my black teammates and I. It didn’t take but a game for them to be booing one of us. It’s laughable. I say this all without a bitter bone in my body, l know what’s meant for me is meant me. I’d just love for the next American / Bosman to know what he could be getting himself into. Choose wisely ✌ ✌

A post shared by Mike Ojo (@bellikemike) on

Fréttir
- Auglýsing -