Skallagrímur hefur samið við Luke Moyer fyrir yfirstandandi átök í fyrstu deild karla.
Luke er 31 árs bandarískur bakvörður með ítalskt vegabréf, en á feril sínum sem atvinnumaður hefur hann leikið fyrir félög í Mexíkó, Georgíu, Spáni og Kanada. Þá var hann á sínum tíma leikmaður Njarðvíkur í efstu deild á Íslandi, en tímabilið 2023-24 skilaði hann 9 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 10 leikjum fyrir félagið.
Tilkynning:
Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Luke Moyer til að spila með meistaraflokki karla út tímabilið.
Luke er reynslumikill bakvörður sem hefur spilað m.a í Mexíkó, Georgíu, Spáni og Kanada. Hann er öflugur sóknarmaður og góður liðsmaður.
Við bjóðum Luke velkominn í Skallagrím.