spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFyrrum fyrirliði U18 landsliðs Króatíu til Skallagríms

Fyrrum fyrirliði U18 landsliðs Króatíu til Skallagríms

Skallagrímur hefur samið við króatann Matej Buovac um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Dominos deild karla. Matej er 25 ára framherji sem lék í efstu deild í Króatíu síðusta ár. 

 

Matej er 2,01 m á hæð og er hreyfanlegur framherji. Hann var með 10,7 stig að meðaltali í efstu deild í Króatíu á síðustu leiktíð með KK Zagreb sem féll úr efstu deild á nýliðinni leiktíð. Þar áður lék hann með New Mexico State og Sacred Heart háskólunum í Bandaríkjunum. Leikmaðurinn lék með U20 landsliði Króatíu í A-deild auk þess sem hann var fyrirliði U18 landsliðsins árið 2011. 

 

Skallagrímur er að safna liði fyrir komandi leiktíð í Dominos deild karla en liðið er nýliði eftir að hafa unnið 1. deild karla á síðustu leiktíð. Björgvin Hafþór og Bergþór Ægir Ríkharðssynir hafa samið við liðið auk þess sem allir lykilleikmenn frá síðustu leiktíð fyrir utan Darrell Flake verða áfram. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -