spot_img
HomeFréttir„Fyrir þig Svenni“

„Fyrir þig Svenni“

Hann er misjafn metingurinn en í Stykkihólmi varð metingurinn að myndarlegri körfu á dögunum þegar Stefán Karel Torfason leikmaður Snæfells hugðist skáka liðsfélaga sínum Sveini Arnari Davíðssyni með brelluskoti.
 
Stefán Karel var þá staðsettur vel fyrir aftan miðju, lagðist á bakið…já – og sjón er bara sögu ríkari:
 
 
 
„Ég hef alltaf haft gaman af þessu skoti því það eru svo fáir sem geta þetta. Ég tek oft þetta skot þegar ég er í Asna. Þetta er ekkert „fake“ – ég er svipað góður í þessum skotum og venjulegum þriggja stiga skotum,“ sagði miðherjinn spræki sem stóð gallharður á því að þetta gæti enginn leikið eftir!
Fréttir
- Auglýsing -