spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaFylkir meistarar 2. deildar karla ,,Erum að fara upp í fyrstu deild"

Fylkir meistarar 2. deildar karla ,,Erum að fara upp í fyrstu deild”

Fylkir vann 2. deild karla í kvöld með sigri í öðrum leik úrslita gegn Leikni í Unbroken höllinni í Austurbergi. Fyrri leik úrslitaeinvígissins hafði Fylkir einnig unnið á heimavelli sínum í Árbænum, en aðeins þurfti að vinna tvo leiki til að tryggja sér titilinn. Fylkir hafði áður einnig unnið deildarkeppni deildarinnar og Laugdæli í undanúrslitum.

Fylkir tryggði sér í kvöld íslandsmeistaratitilinn í 2. deild karla. Er þetta fyrsti titill félagsins frá því að það hóf aftur að taka þátt í körfuknattleik í meistaraflokki.

Leikurinn fór fram á heimavelli andstæðinganna í Leikni. Leikurinn var jafn til að byrja með en strax í öðrum leikhluta seig Fylkir framúr og voru mest 30 stigum yfir. Lokatölur voru 98 – 78 Árbæingum í vil.

Nokkur hiti var í leiknum, en mikil kappsemi hefur einkennt viðureignir liðanna í vetur eins og Karfan.is hefur greint frá.

Tveimur leikmönnum Leiknis var vísað útaf og einum leikmanni Fylkis. Við óskum Fylkismönnum til hamingju með sigurinn og velgengni í fyrstu deild á næsta ári.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -