spot_img
HomeFréttirFylkir leitar að körfuboltaþjálfurum

Fylkir leitar að körfuboltaþjálfurum

Fylkir leitar að þjálfurum til þess að þjálfa hjá yngri flokkum félagsins á næstu leiktíð. Samkvæmt auglýsingu vilja þeir einstaklinga með brennandi áhuga á körfubolta og þjálfun og lofa í staðinn að viðkomandi fái að starfa fyrir unga og efnilega körfuknattleiksdeild sem náði m.a. alla leið í úrslitaleikinn í 10. flokki drengja, en það var fyrsta tímabil liðsins.

Yfirþjálfarinn, David Patchell, hafði þetta að segja:

Fylkir er að stækka við sig eftir aðeins tvö ár og ætlar að bæta við flokkum í yngri flokka starfinu. Við leitum að þjálfurum með eldmóð sem vilja ganga til liðs við ungan klúbb sem er að byggja til framtíðar. Ef þú hefur litla eða enga þjálfarareynslu, hafðu engar áhyggjur, við munum styðja þig í að sækja þér þekkingu gegnum námskeið og erum reiðubúin að gefa þér tækifærið sem þú þarft.
Endilega deilið þessu sem víðast til allra einstaklinga sem gætu verið áhugasamir.

Bestu kveðjur,
David Patchell – Yfirþjálfari

Áhugasamir eru hvattir til að senda póst á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -