spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFunheitir Njarðvíkingar tóku örugga 2-1 forystu gegn Val

Funheitir Njarðvíkingar tóku örugga 2-1 forystu gegn Val

Njarðvík tók í kvöld 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Sigur Njarðvíkinga var öruggur en lokatölur í Ljónagryfjunni í kvöld voru 92-59 Njarðvík í vil. Funheitar heimakonur halda því í höfuðstaðinn næsta föstudag og geta sent ríkjandi meistara í sumarfrí með sigri.

Liðin mættu bæði ákveðin til leiks en heimakonur leiddu 25-16 að loknum fyrsta leikhluta en strax í öðrum leikhluta settu Njarðvíkingar í fluggírinn og stungu af, unnu anna leikhluta 29-16 og leiddu því 54-32 í hálfleik. Í síðari hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og lokatölur reyndust 92-59. Njarðvík leiðir því 2-1 í einvíginu og mætast liðin í sínum fjórða leik þann 19. apríl næstkomandi.

Fimm leikmenn Njarðvíkurliðsins gerðu 11 stig eða meira í kvöld, stigahæst var Ena Viso með 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar, Strize með 14 stig, Lott og Jana Falsdóttir báðar með 13 og Hesseldal 11. Hjá Val var Ásta Júlía stigahæst með 15 stig og 9 fráköst og Dagbjört með 12 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.

Njarðvíkingar fóru mikinn í fráköstunum í kvöld, tóku 18 sóknarfráköst og hittu vel en heimakonur voru 14-35 í þristum. Krista Gló Magnúsdóttir kom inn af Njarðvíkurbekknum og setti niður tvo góða þrista í röð og hlaut fyrir vikið viðurnefnið „Þrista Gló” í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvort viðurnefnið festist verður tíminn að leiða í ljós.

Fjórða viðureign liðanna fer fram að Hlíðarenda í N1 Höllinni föstudaginn 19. apríl þar sem Njarðvík getur með sigri komist í undanúrslit eða Valur knúið fram oddaleik.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -