spot_img
HomeFréttirFullt hús hjá KFÍ fyrir austan

Fullt hús hjá KFÍ fyrir austan

Einn leikur fór fram í 1. deild karla í dag þegar önnur viðureign Hattar og KFÍ á jafn mörgum dögum fór fram. Ísfirðingar gerðu svo sannarlega ferð til fjár og unnu báða leikina, fyrst 75-91 í gærkvöldi og aftur í dag 95-99 og eru því með 18 stig á toppi deildarinnar eftir níu sigra í röð.
Edin Suljic og Chris Miller-Williams voru stigahæstir hjá KFÍ í dag, báðir með 25 stig og þá var Craig Schoen með 19 stig og 10 stoðsendingar. Michael Sloan fór mikinn í liði Hattar með 43 stig og 7 fráköst.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -