Íslenska U18 lið stúlkna lék í dag sinn annan leik á Norðurlandamóti yngri landsliða þegar liðið mætti Svíþjóð. Þrátt fyrir flotta byrjun hélt Ísland ekki í við svíana í seinni hálfleik og fór að lokum svo að Ísland tapaði 54-80.
Gangur leiksins:
Íslenska liðið virtist vera vel gírað í leikinn í upphafi, voru skrefi á undan þar sem varnarleikur liðsins var öflugur. Á sama tíma fylgdi sóknarleikurinn ekki með sem segja má að hafi verið saga leiksins hjá Íslenska liðinu. Slakur annar leikhluti gerði það að verkum að Ísland var 25-33 undir í hálfleik.
Í seinni hálfleik náði Ísland ekki upp takti á báðum endum vallarins og lenti mest 15 stigum undir í þriðja leikhluta. Þar með var allur vinur úr Íslenska liðinu sem náði aldrei að minnka muninn almennilega eftir það og Svíþjóð gekk á lagið undir lokin. Lokastaða 54-80 fyrir Svíum, fullstórt tap.
Lykilleikmaður:
Ásta Júlía Grímsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir voru öflugastar í dag en margir leikmenn spiluðu ekki eftir getu í dag. Ásta endaði með 12 stig og 8 fráköst en Anna Ingunn var með 14 stig, 3 stolna bolta auk þess að reyna að rífa liðið áfram þegar illa gekk.
Viðtöl eftir leik: