Fyrirliðar FSu þeir Ari Gylfason og Arnþór Tryggvason hafa kvittað undir nýja samninga í Iðu. FSukarfa.is greinir frá.
Á heimasíðu FSu segir:
Ari Gylfason hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði FSu síðastliðin 2 tímabil og er mikið gleðiefni að hann hafi ákveðið að taka slaginn áfram með liðinu. Á síðastliðnu tímabili skoraði Ari 17,9 stig að meðaltali og tók tæp 4 fráköst að meðaltali.
Arnþór Tryggvason er á góðri leið með að verða leikjahæsti leikmaður félagsins en þessi 26 ára leikmaður hefur verið lengi með liðinu og frábært að hann ætli sér að vera áfram. Á síðasta tímabili tók Arnþór miklum framförum og spilaði lykilhlutverk í síðustu leikjunum.
FSu hefur einnig samið við Fraser Malcolm fyrir næstkomandi tímabil. Fraser er 18 ára gamall og kemur frá Skotlandi. Hann hefur verið í yngri landsliðum Breta síðastliðin ár og stefnir á að komast í u-20 ára lið þeirra í sumar. Fraser mun sækja nám í FSu á meðan hann spilar með liðinu en hann er aðallega að koma til að auka möguleikana sína á að komast á styrk í skóla í Bandaríkjunum og mun hann spila með drengja og unglingaflokki FSu. Hann segist hlakka mikið til að koma og er spenntur fyrir því að koma í skólann.