spot_img
HomeFréttirFrönsk sjónvarpsstöð með innslag um Hauk Helga

Frönsk sjónvarpsstöð með innslag um Hauk Helga

Haukur Helgi Pálsson gekk til liðs við Rouen Metropole í frönsku B-deildinni í sumar eftir árs veru í Dominos deildinni.

 

Eftir einungis nokkrar vikur í herbúðum liðsins hefur hann strax vakið athygli franskra fjölmiðla og hefur sjónvarpsstöðin France 3 gert innslag um leikmanninn í fréttatíma sínum.

 

Í innslaginu kynnir Haukur sig á íslensku auk þess sem hann talar um íslenska veðráttu, norðurljósin og stuðningsmennina með víkingablóðið.

 

Viðtalið við Hauk Helga er á frönsku en gaman er að sjá okkar mann plumma sig vel í sterkri deild. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan en það byrjar á 17. mínútu.

 

 


19/20 Normandie

Fréttir
- Auglýsing -