spot_img
HomeFréttirFróðlegt kvöld framundan í Domino´s-deildinni

Fróðlegt kvöld framundan í Domino´s-deildinni

Tíunda umferð Domino´s-deildar karla hefst í kvöld og eru fjórir leikir á hlaðborðinu sem allir hefjast kl. 19:15. Burstið tennurnar og hagið ykkur vel, hver veit nema verið sé að taka upp frammistöðu ykkar í stúkunni.

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla, 19:15

FSu – KR

ÍR – Keflavík

Stjarnan – Snæfell

Grindavík – Tindastóll

Þá er einn leikur í 1. deild karla í kvöld þegar ÍA tekur á móti toppliði Vals kl. 19:15 uppi á Skipaskaga. Hér að neðan reifum við aðeins leikina í Domino´s-deild karla í kvöld: 

FSu-KR
Eftir öflugan sigur á toppliði Keflavíkur í síðustu umferð hlýtur maður að spyrja sig, gæti FSu lagt hitt toppliðið líka? KR hefur unnið tvo síðustu deildarleiki gegn Tindastól og Grindavík en tapaði gegn Keflavík þann 19. nóvember síðastliðinn. Tíu stig skilja FSu og KR að í töflunni og því viðbúið að veðmálamenn setji aur sinn á Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. Leikurinn í kvöld verður þriðja deildarviðureign FSu og KR í Iðu en KR hefur unnið fyrstu tvo leikina, fyrst 92-122 árið 2008 og svo 63-98 árið 2009.

ÍR-Keflavík
Þó Keflavík sé með 14 stig á toppi deildarinnar og ÍR í 10. sæti með 8 stig þá sést bersýnilega að það ber ekki mikið í milli, sex stig á milli liða í desember er ekki neitt neitt eins og maðurinn sagði. Keflvíkingar hafa tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum á meðan ÍR undir stjórn Borce Ilievski hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Þessi fornfrægu félög hafa marga hildina háð í gegnum árin en Keflavík hefur unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum liðanna í Hertz-Hellinum. ÍR hafði sigur í deildarleik liðanna á sínum heimavelli á síðustu leiktíð en þar var um 78-76 spennuslag að ræða. 

Stjarnan-Snæfell
Uppeldisbræðurnir Ingi Þór Steinþórsson og Hrafn Kristjánsson mætast með liðin sín í Garðabæ í kvöld. Eins og áður hefur komið fram eru Hólmarar að mæta nokkuð vængbrotnir til leiks þar sem Sigurður Ágúst Þorvaldsson verður ekkert meira með fram að jólum vegna meiðsla. Stjarnan er á góðu róli í deldinni með þrjá sigra í röð sem er jafnframt lengsta núverandi sigurganga deildarinnar. Snæfell mátti hinsvegar fella sig við ósigur í síðustu umferð þegar liðið fékk yfirhalningu frá ÍR jafnt innan sem utan vallar. Stjarnan og Snæfell hafa átta sinnum mæst í úrvalsdeild í Ásgarði þar sem Stjarnan hefur betur 5-3.

Grindavík-Tindastóll
Wise er farinn á vit ævintýranna í Kóreu og því þurfa menn í Mustad-höllinni að mæta til leiks án Bandaríkjamannsins síns. Grindvíkingar hafa tapað síðustu tveimur deildarleikjum og Tindastóll lá í síðustu umferð eftir spennuslag gegn KR. Báðum liðum þyrstir því í stigin sem í boði verða í kvöld en bæði eru með 8 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Liðin mættust fyrst í úrvalsdeild árið 1989 en Stólunum hefur ekki farnast vel síðustu ár í Grindavík, heimamenn leiða í viðureignum þar 9-1 í síðustu tíu leikjum liðanna. Þessi eini sigur Stólanna í Grindavík í þessum tíu leikjum kom á síðasta tímabili þegar liðið lauk svo leiktíðinni með silfurverðlaunum. 

Staðan í Domino´s-deild karla

Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Keflavík 9 7 2 14 883/827 98.1/91.9 3/1 4/1 99.3/91.0 97.2/92.6 3/2 7/2 -2 -1 -1 2/0
2. KR 9 7 2 14 808/660 89.8/73.3 4/0 3/2 94.5/74.0 86.0/72.8 4/1 7/2 +2 +4 +1 1/1
3. Stjarnan 9 6 3 12 739/695 82.1/77.2 4/1 2/2 82.8/76.6 81.3/78.0 4/1 6/3 +3 +1 +2 2/1
4. Haukar 9 6 3 12 783/692 87.0/76.9 3/2 3/1 82.0/78.4 93.3/75.0 4/1 6/3 +2 +1 +3 0/1
5. Þór Þ. 9 5 4 10 794/722 88.2/80.2 2/3 3/1 88.8/81.2 87.5/79.0 3/2 5/4 +1 -2 +3 0/1
6.
Fréttir
- Auglýsing -