spot_img
HomeFréttirFrítt á leik Hattar og Þórs

Frítt á leik Hattar og Þórs

22:29

{mosimage}

Ormsson – Verslunin Vík býður frítt á leik Hattar og Þórs í 1. deildinni á morgun laugardag kl 18.

Nú er komið að lokum þessa erfiða keppnistímabils hjá Hetti.  Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í vetur hefur gengið illa að landa sigrum þrátt fyrir að margir leikir okkar manna hafi verið mjög spennandi og úrslitin ráðist í framlengingum eða á lokasekúndunum.  Það er erfitt að halda uppi keppnisandanum og sjálfstraustinu þegar svona gengur. 

 

Ýmislegt hefur verið að hjá okkur í vetur.  Meiðsli hafa verið talsverð má nefna Eugene, Milosz, Loft og Jónas Hafþór í því sambandi.  Fleira hefur verið að í vetur en nú verður það lagt til hliðar og menn einbeita sér að leiknu um helgina. Það hvað þetta hefur ávallt verið tæpt  styrkir okkur í þeirri trú að við getum að lokum landað sigri.  Við erum ekki örlagatrúar.  Nú er að sjá hvað gerist í lokaleiknum.  Það er ekki spurning að andstæðingarnir verða erfiðir því Þór Ak. hafa sýnt mikla yfirburði og tryggt  sér sæti í úrvalsdeild án þess að fara í úrslitakeppnina.Ef einhvertíma þarf að styðja við bakið á okkar mönnum þá er það á svona stundum.  Við hvetjum því alla sem það geta að koma og sjá sigurliðið í 1. deild keppa við okkar menn, sem þurfa að sanna hvað í þeim býr.

Nú líður að lokum þessa starfsárs og vill stjórnin þakka leikmönnum, stuðningsaðilum, Héraðsbúum og öllum Austfirðingum fyrir samstarfið í vetur.

Klukkan 16 leika B lið sömu félaga í 2. deildinni.

http://hottur.egilsstadir.is/Karfa/karfa.htm

Fréttir
- Auglýsing -