21:30
{mosimage}
(Friðrik í leik gegn Finnum fyrir skemmstu)
Miðherjinn Friðrik Stefánsson kom lítið við sögu í leik Íslands og Austurríkis fyrr í kvöld. Íslenska liðið varð að sætta sig við stórtap og missti miðherja sína hvern af fætur öðrum út af vellinum með fimm villur.
Munurinn á liðunum var ekki nema um 5-6 stig þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka og þá tók við tæknivilluvals dómaranna og slæmur kafli íslenska liðsins.
„Þetta var furðulega dæmdur leikur en vörnin hjá okkur var ágæt en sóknin var sveiflukennd. Staðan í keppninni hjá okkur núna er hræðileg. Möguleiki okkar til þess að komast áfram er úti, kannski er hann til í einhverjum tölfræðirýnum en í veruleikanum er hann lítill. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tölurnar sýna ekki réttan mun á Íslandi og Austurríki,“ sagði Friðrik að lokum en lokatölur leiksins voru 85-64 Austurríkismönnum í vil.