spot_img
HomeFréttirFriðrik Ragnarsson: Erum með mikið breytt lið

Friðrik Ragnarsson: Erum með mikið breytt lið

08:45

{mosimage}
(Friðrik Ragnarsson stjórnar Grindavík í vetur)

Grindavík var spáð 6. sæti í Iceland Express-deild karla í vetur. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að miðað við stand liðsins í dag væri spáin raunhæf en ætlaðist þó meir af liðinu í vetur.

„Eins og staðan er í dag þá er raunhæft að spá okkur 6. sæti. Við erum með mikið breytt lið í vetur en margir sterkir leikmenn hafa hætt. Helgi Jónas Guðfinnsson, Pétur Guðmundsson og Guðlaugur Eyjólfsson eru hættir og Jóhann Ólafsson verður væntanlega ekkert með í vetur vegna meiðsla.” sagði Friðrik.

 Friðrik telur að liðið þurfi smá tíma til að smella saman. „Ég tel að það muni taka nokkrar vikur eða jafnvel mánuði að púsla þessu saman en ég tel að þegar líður á veturinn verðum við betri og eigum eftir að geta meira heldur en spáin í dag segir.”

Grindavík er með tvo erlenda leikmenn í liðinu eins og er, Bandaríska leikmanninn Steven Thomas og Danska landsliðsmanninn Adam Darboe, en Friðrik segist þó ætla að styrkja liðið en hann er að leyta að Evrópskum leikmanni eins og er. „Við munum bæta við okkur Evrópskum leikmanni. Ég er að leyta að stórum leikmanni til að styrkja hjá okkur teiginn og ef það tekst þá tel ég að við ættum að vera í fínum málum.

Grindavík var spáð 5. sæti af spekingum Karfan.is – sjá hér.

mynd: umfn.is
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -