{mosimage}
(Friðrik Ingi)
Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Nafni hans Ragnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Iceland Express deildinni. NFS greindi frá þessu á þriðjudagskvöld.
Friðrik Ingi var þjálfari Grindvíkinga í vetur en þeir gulu féllu úr 8-liða úrslitum IE-deildarinnar gegn Skallagrím 2-0. Síðasta leiktíð var þó ekki titlalaus hjá Grindvíkingum þar sem þeir urðu bikarmeistarar er þeir höfðu sigur á Keflvíkingum í skemmtilegum leik í Laugardalshöll. Það verður söknuður í Grindavíkinni í Friðriki Inga en hann er var þjálfari Grindvíkinga þegar þeir lönduðu sínum fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á síðustu öld.
Friðrik Ragnarsson lét af störfum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í sumar og við honum tók Friðrik Ingi sem lokið hefur sínu fyrsta verkefni sem aðstoðarlandsliðsþjálfari er hann fór með landsliðinu á Norðurlandamótið ásamt Sigurði Ingimundarsyni þar sem liðið hafnaði í 4. sæti. Friðrik mun ljúka fyrirliggjandi landsliðsverkefnum með Sigurði í ágúst og september sem aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Friðrik Ragnarsson gerði eins árs samning við Grindvíkinga á þriðjudag en hann varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum, bæði sem leikmaður og þjálfari.