Ungur leikmaður ÍR hinn 17 ára Friðrik Leó Curtis lék um helgina á sterku U19 úrvalsmóti í höfuðborg Tékklands, Prag. Mótið sem um ræðir heitir GBA Invitational og var Leó þar hluti af Next Hoops liði sem var samsett út 10 leikmönnum frá 7 liðum. Líkt og tekið er fram í tilkynningu frá félaginu. “Liðið spilaði 3 leiki við lið TSF frá Bandaríkjunum, BK Pelhrimov frá Tékklandi og GBA Lions frá Tékklandi. Allir leikir liðsins töpuðust því miður en okkar maður átti fína spretti. Skilaði 10 stigum, 7 fráköstum og 50% skotnýtingu. Það er ljóst að svona tækifæri bjóðast ekki á hverjum degi og er þetta mikil reynsla sem Leó fær. Einnig er gaman að sjá að leikmenn frá félaginu séu að fá tækifæri utan landssteinana og ætti þetta að vera hvatning fyrir fleiri unga leikmenn að láta að sér kveða séu tækifærin til staðar.“
Hér fyrir neðan má sjá háu ljós leikmannsins frá mótinu: