Þór hefur ráðið Friðrik Inga Rúnarsson sem þjálfara liðsins fyrir komandi átök í Dominos deild karla. Staðfesti stjórn Þórs þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.
Friðrik tekur við af Baldri Þór Ragnarssyni, sem söðlaði um og tók við Tindastól á dögunum eftir að hafa skilað Þór í undanúrslit á sínu fyrsta þjálfaraári.
Ferill Friðriks sem þjálfara hófst fyrir rúmlega þrjátíu árum. Hefur hann þjálfað kvenna og karlalið Njarðvíkur, lið KR, lið Grindavíkur og nú síðast lið Keflavíkur. Þá var hann einnig þjálfari íslenska karlalandsliðsins, sem og hefur hann þjálfað yngri landslið.