spot_img
HomeFréttirFriðrik Ingi: Of hægir og of linir í síðari hálfleik

Friðrik Ingi: Of hægir og of linir í síðari hálfleik

{mosimage}

 

 

(Þjálfararnir Sigurður t.v. og Friðrik t.h. leggja á ráðin í gær) 

 

 

Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Friðrik Ingi Rúnarsson, var ekki sáttur við dómgæsluna í síðari hálfleik hjá danska dómaranum Jonas Bille. Friðrik sagði hann hafa verið arfaslakan en sagði að sá danski hefði ekki verið sá eini.

 

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa og ég ætla síður en svo að halda því fram að það hafi verið danska dómaranum að kenna. Þetta var okkur sjálfum að kenna, við vorum of hægir og of linir en sá danski átti samhliða því arfaslakt kvöld,“ sagði Friðrik Ingi.

 

Friðrik Ingi bætti því við að augnabliks hik og værukærð hefðu gert það að verkum að íslenska liðið var bara á hálfum hraða gegn Finnum á meðan gestirnir sigu fram úr.

 

„Við þurfum að laga einbeitninguna hjá okkur og halda henni í 40 mínútur og spila af krafti, ef við gerum það þá förum við að vinna þessi lið,“ sagði Friðrik í samtali við Karfan.is eftir leikinn í gær.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -