Grindavík tók á móti Haukum í 13. umferð Bónusdeildar karla sem hófst í kvöld.
Fyrir umferðina var Grindavík í 4. sæti með 12 stig en Haukar í því neðsta með sex stig. En það hefur verið stígandi í leik Hauka hafa unnið sína 3 leiki í síðustu 4 umferðum. Á meðan Grindavík hefur bara unnið 1 leik af síðustu 4 umferðum. Leikurinn var nokkuð jafn allan leikinn. Grindavík náði sinni forystu síðustu fimm mínútur í fyrsta leikhluta og hélt henni út leikinn og sigruðu 79-71.
Karfan spjallaði við Friðrik Inga Rúnarsson þjálfara Hauka eftir leik í Smáranum.