spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFriðrik Anton aftur í Stjörnuna

Friðrik Anton aftur í Stjörnuna

Stjarnan hefur á nýjan leik samið við hinn efnilega Friðrik Anton Jónsson um að leika með liðinu.

Friðrik er að upplagi úr Breiðablik, en kláraði á sínum tíma yngri flokka hjá Stjörnunni og náði að leika fyrir meistaraflokk félagsins. Lék hann fyrir Álftanes á síðasta tímabili og skilaði 14 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik fyrir liðið, sem fór alla leið í úrslitaeinvígið um sæti í Subway deildinni.

Tilkynning:

Friðrik Anton Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Friðrik sem fæddur er 2002 kom ungur í Stjörnuna frá Breiðablik og lék upp í gegnum yngri flokka félagsins og á nokkra leiki með mfl áður en hann skipti yfir í Álftanes fyrir síðasta tímabil. Hann átti gott tímabil á Nesinu, skoraði 14,4 stig og tók 8,6 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Friðrik var á dögunum íslandsmeistari í sameiginlegu liði Álftanes og Stjörnunnar í unglingaflokki.

Fréttir
- Auglýsing -