spot_img
HomeFréttirFréttir af Skallagrímsmönnum

Fréttir af Skallagrímsmönnum

7:19

{mosimage}

Karfan.is hafði samband við Skallagrímsmenn til að fá fréttir af hvernig staðan er á leikmanna- og þjálfaramálum þeirra en eins og menn muna sagði Valur Ingimundarson þjálfari þeirra að hann hefði áhuga á að taka sér hvíld frá þjálfun næsta vetur. Það kom þó einnig fram að Valur á eitt ár eftir af samning sínum og sagðist myndi uppfylla hann ef ekki finnst annar maður í starfið. Það er þó ekki enn komið á hreint hvort Valur fær sína hvíld eða verður með liðið áfram. 

Af leikmannamálum er lítið að frétta, Skallagrímsmenn reikna með að halda svipuðum hóp og síðasta ár og allir erlendu leikmenn liðsins frá í vetur eiga ár eftir af samningum sínum.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -