Leik Vestra og ÍR í 1. deild kvenna sem fram átti að fara á Ísafirði í dag kl 13:00 hefur verið frestað til morguns.
Lið ÍR er mætt til Ísafjarðar en dómarar leiksins sitja fastir í Súðavík þar sem Súðavíkurhlíðin er lokuð vegna snjóflóðahættu.
Stefnt er á að leikurinn verði spilaður um hádegisbil á morgun, sunnudag.
Þá hefur leik Tindastóls og Njarðvíkur sem fara átti fram í Síkinu á Sauðárkróki einnig verið frestað til morguns vegna veðurs.
Mynd: Anna Ingimars / Vestri