Þór hefur samið við Amandine Toi fyrir komandi átök í Bónusdeild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Amandine er 26 ára 178 cm franskur leikstjórnandi sem kemur til Þórs frá Toulouse í heimalandinu, en þar skilaði hún 8 stigum, frákasti og stoðsendingu á um 20 mínútum spiluðum í leik á síðustu leiktíð.