spot_img
HomeFréttirFrank Booker semur við lið í Frakklandi

Frank Booker semur við lið í Frakklandi

Hinn islenski Frank Aaron Booker Jr lauk háskólaferli sínum á dögunum þegar lið hans South Carolina rétt missti af March Madness. Booker hefur átt frábært lokaár með skólanum og var á meðal bestu þriggja stiga skytta SEC-deildarinnar. 

 

Frank Booker Jr hefur nú samið við ALM Évreux í Frakklandi um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Évreux spilar í frönsku B-deildinni og endaði í níunda til tíunda sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Denain. Elvar Már Friðriksson og Kristófer Acox sömdu einmitt við lið Denain í sumar og því ljóst að áhugaverður Íslendingaslagur verður í Frakklandi í vetur. 

 

Fabrice Lefrançois's þjálfari Évreux sagði á heimasíðu félagsins um komu Franks til liðsins: „Booker er magnaður skotmaður með stóran faðm, hann getur hitnað gríðarlega og hefur nú þegar sett nokkrar stórar körfur í háskólaboltanum. Hann er nýr í atvinnumennsku en þekkir vel til menningarinnar í Evrópu í gegnum leikmenn Íslenska landsliðsins. Auk þess er hann gáfaður varnarmaður sem mun passa vel inní liðið“

 

Booker hefur áður sagt frá því hann vilji spila með íslenska landsliðinu. Hann var kallaður í æfingahóp fyrir Eurobasket 2015 en gat ekki tekið þátt vegna skuldbindingar sinnar við Oklahoma háskólann. Hvort hann eigi möguleika á að vera með liðinu í næsta landsleikjaglugga í júní er óljóst en Frank er að minnsta kosti ekki skuldbundinn neinum skóla á þeim tíma. Frank Booker Jr er fæddur á Íslandi en hann er sonur Frank Booker sem spilaði með ÍR, Val og Grindavík. 

 

Fréttir
- Auglýsing -