Valur hefur framlengt samningi sínum við Frank Aron Booker fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.
Frank hefur leikið með Val allar götur síðan hann kom inn í deildina árið 2019 fyrir utan eitt tímabil, 2021-22, en þá var hann á mála hjá Breiðablik. Í 36 leikjum með Val á síðustu leiktíð skilaði hann 8 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu á rúmum 22 mínútum spiluðum í leik.