Elma Finnlaug Þorsteinsdóttir hefur framlengt samningi sínum við ÍR fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.
Elma Finnlaug er 18 ára 178 cm bakvörður sem leikið hefur upp alla yngri flokka félagsins, en hún hóf að leika með meistaraflokki þeirra tímabilið 2021-22. Þá var hún nokkuð mikið frá á síðustu leiktíð og var um tíma aðstoðarþjálfari hjá liðinu, en von er á að hún komist aftur á völlinn í upphafi næsta tímabils.