spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFramlengir í Dalhúsum og tekur við meistaraflokki kvenna

Framlengir í Dalhúsum og tekur við meistaraflokki kvenna

Fjölnir hefur framlengt samningi sínum við Lewis Diankulu fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Næsta tímabil mun vera hans þriðja hjá félaginu, en á síðasta tímabili skilaði hann 20 stigum, 10 fráköstum og 2 vörðum skotum að meðaltali í leik.

 ,,Allir sem þekkja til Lewis vita hversu mikill fengur hann er fyrir félagið, bæði inn á vellinum sem utan hans,” sagði Borche Ilievski þjálfari Fjölnis þegar Lewis skrifaði undir nýjan samning á dögunum.

“Ég er spenntur að koma til baka! Ég trúi því innilega að við séum að gera sérstaklega góða hluti í öllu starfi Fjölnis og ég er spenntur að fá að vera hluti af því,” sagði Lewis í tilefni komandi tímabils.  Ásamt því að spila með meistaraflokki karla mun Lewis stýra meistaraflokki kvenna meðfram þjálfun yngri flokka.

Fréttir
- Auglýsing -