Nýliðar Hamars í Subway deildinni hafa framlengt samningi sínum við Alfonso Birgir Söruson Gomez fyrir komandi leiktíð.
Alfonso er 22 ára bakvörður sem að upplagi er úr KR, en hann hefur síðan árið 2020 leikið fyrir ÍR og Hamar. Á síðustu leiktíð skilaði hann 7 stigum og 4 fráköstum á tæpum 22 mínútum að meðaltali í 36 leikjum fyrir Hamar.