Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Rasta Vechta í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 83-58.
Á tæpri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Martin 15 stigum, 3 fráköstum og 7 stoðsendingum, en hann var framlagshæstur í liði Alba Berlin í leiknum.
Eftir leikinn er Alba Berlin í 14. sæti deildarinnar með 12 sigra og 13 töp á tímabilinu.