Landsliðskonan Danielle Rodriguez og Fribourg eru komnar í úrslit svissnesku úrslitakeppninnar eftir sigur gegn Geneve í öðrum leik undanúrslita, 60-75.
Á 39 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Danielle 25 stigum, 4 fráköstum, 6 stoðsendingum og 4 stolnum boltum, en hún var framlagshæst í liði Fribourg í leiknum.
Í úrslitum verður að teljast líklegt Danielle og Fribourg muni mæta Nyon Basket Féminin, sem á morgun mæta Baden í öðrum leik einvígis síns gegn Baden, en fyrsta leik þess einvígis vann Nyon með 43 stigum.