spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFramkvæmdarstjóri FIBA látinn

Framkvæmdarstjóri FIBA látinn

Þær sorgarfregnir bárust í morgun að framkvæmdastjóri FIBA Patrick Baumann hafi látist í nótt. Hann var bráðkvaddur 51 árs að aldri nótt. Patrick hefur um verið í forystu FIBA frá árinu 1994 og tók við sem framkvæmdastjóri fyrir 16 árum. Auk þess var Patrick í stjórn ólympíunefndarinnar en hann lést í Argentínu þar sem hann var staddur á ólympíuleikum ungmenna.

Á heimasíðu KKÍ minnist Hannes S. Jónsson Patricks með þessum orðum.

„Það var afar sorglegt að fá frétt snemma í morgun af fráfalli Patricks. Andlát hans er mikið sjokk fyrir körfuboltahreyfinguna alla og persónulega er mér mjög brugðið enda góður og hreinskiptinn vinur sem hefur kvatt okkur. Patrick hafði mikinn áhuga á Íslandi og íslenskum körfubolta og var hann hér síðast á Íslandi í vor með fjölskyldu sinni og er hugur minn og okkar hjá KKÍ hjá eiginkonu hans og börnum þeirra á þessum þungbæra tíma.

Patrick var ekki ekki bara mikils metinn innan körfuboltans heldur íþróttahreyfingarinnar allrar og var hann einn af helsu forystumönnum í alþjóðlega íþróttaheiminum.“

„Stjórn og starfsfólk KKÍ syrgja góðan vin í dag, guð blessi minningu Patricks Bauman“

Körfuboltaheimurinn syrgir Patrick og hafa margir heiðrað hann m.a. á Twitter.

 

Fréttir
- Auglýsing -