Skallagrímur hefur samið við Antanas Tamulis fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Antanas er 24 ára framherji frá Litháen sem kemur til Borgnesinga frá Ítalíu þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun hópur Skallagríms vera klár fyrir tímabilið hvað varðar atvinnumenn, en ekki er loku fyrir það skotið að liðið bæti við góðum íslenskum leikmanni ef hann býðst á þessum síðustu dögum fyrir upphaf deildarinnar.
Framherji frá Litháen síðasta púslið
Fréttir