spot_img
HomeFréttirFrakkar Evrópumeistarar U 18

Frakkar Evrópumeistarar U 18

{mosimage}

(Frakkar fagna Evrópumeistaratitli sínum) 

Frakkar eru Evrópumeistarar U 18 ára karla eftir 77-72 sigur á Litháen. Þetta sama lið varð Evrópumeistari U 16 ára liða fyrir tveimur árum og er gríðarlega sterkt. Það skyldi því engan undra þegar íslenska liðið lagði Frakka á mótinu að sá sigur hefði vakið heimsathygli. Sigurinn er líkast til eitt af stærstu körfuknattleiksafrekum okkar Íslendinga.

Mörg NBA lið sendu njósnara til að fylgjast með með mótinu og voru þeir flestir að fylgjast með franska liðinu, sem er með þrjá frábæra íþróttamenn, og því rússneska sem endaði í 9. sæti þrátt fyrir marga gríðarlega góða leikmenn. Þjálfari rússneska liðsins fékk að taka poka sinn eftir þrjá leiki og tók annar þjálfari við liðinu. Það er greinilega mikil pressa á mörgum þjálfurum þessa stórþjóða sem þarna mæta til leiks.

Fréttir
- Auglýsing -