spot_img
HomeFréttirFrábær sigur Valencia gegn Real Madrid á gamlársdag

Frábær sigur Valencia gegn Real Madrid á gamlársdag

19:32 

{mosimage}

 

Pamesa Valencia lið Jóns Arnórs Stefánssonar sigraði topplið deildarinnar Real Madrid 87-79 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41-37 heimamönnum í Valencia í vil. Jón Arnór lék í 4 mín og náði ekki að skora.

 

Pamesa Valencia náði að lyfta sér í áttunda sæti deildarinnar með frábærum sigri á toppliði Real Madrid sem var að tapa sínum öðrum leik á tímabilinu og misstu þar með toppsætið í hendur Tau Ceramica sem eru einir á toppnum með einungis eitt tap á bakinu. Staða Valencia hefur heldur betur lagast eftir að Grikkinn Fotis Katsikaris tók við liðinu.

Heimamenn sem leiddir voru áfram af Rubén Enrique Douglas sem skoraði 26 stig höfðu forystu 23-19 eftir fyrsta leikhluta en mikið jafnræði var á milli liðanna.  Leikurinn hélst jafn í öðrum leikhluta og náðu gestirnir að minnka muninn strax í upphafi annars leikhluta í 27-26 en heimamenn leiddu 41-37 í hálfleik.

Í síðari hálfleik léku heimamenn svæðisvörn sem stórlið Real Madrid hikstaði á móti og náðu þeir góðri forystu þegar að þeir skoruðu 7-0 og komust í 58-48.  Gestirnir náðu ekki að skora nema 14 stig í leikhlutanum og leiddu heimamenn eftir þrjá leikhluta 58-51.  Í fjórða leikhluta losnaði um stigaskorunina og gestirnir gerðu mikið áhlaup til að ná að jafna með Louis Bullock í fararbroddi, en heimamenn stigu jafnharðan upp og svöruðu áhlaupum gestanna með góðum leik. Áhorfendur sungu svo Óle Óle síðustu mínútuna og yfir áramótin til að halda uppá sigurinn sem var þeim mjög dýrmætur.

Jón Arnór Stefánsson lék lítið í leiknum. 3:55 mín, og náði ekki að skora.

Næsti leikur Pamesa Valencia er gegn Bruesa GBC sem eru í 16. sæti ACB deildarinnar.  Leikurinn fer fram sunnudaginn 7. janúar.

Frétt af www.kr.is/karfa

 

Fréttir
- Auglýsing -