Þór Akureyri vann sigur á Tindastóli í Bónusdeildinni í kvöld að viðstöddu fjölmenni í Íþróttahöllinni á Akureyri í 5. umferð Bónus deildar kvenna. Leiknum lauk með sjö stiga sigri Þórs, 102-95, en Þór leiddi leikinn frá upphafi til enda.
Eins og sést á lokastöðunni fór ekki ýkja mikið fyrir varnarleik í kvöld en þeim mun Meira lagt í sóknina. Leikurinn með talsverðum látum og heimakonur náðu strax góðum tökum á leiknum og leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta 32:24. Þórsstúlkur héldu góðum tökum á leiknum í öðrum leikhluta og náðu mest 12 stiga forskoti 43:31 og þá slökuðu þær á. Gestirnir náðu að minnka muninn en Þórsstúlkur gáfu jafn óðum í og slitu sig frá og náðu aftur 10 stiga forskoti 48:38 og tvær mínútur lifðu leikhlutans. En enn og aftur náðu gestirnir að laga stöðuna og unnu leikhlutann með tveimur stigum 20:22 og staðan í hálfleik 52:45. Bráðfjörugur leikur og hin besta skemmtun.
Í fyrri hálfleik voru þær Esther og Amandine stigahæstar hjá Þór með 12 stig hvor, Emma Karólína 11 og þær Maddie og Eva Wium 7 stig hvor og nýjasti leikmaður Þórs Natalia Lalic með 3 stig. Hin unga og efnilega Emma Karólína kom mjög sterk inn í kvöld og setti 11 stig í fyrri hálfleik en Eva átti erfitt uppdráttar framan af og Hrefna lét lítið fara fyrir sér.
Hjá Tindastóli voru erlendu leikmenn liðsins mjög öflugar og báru uppi leik liðsins. Edyta Ewa með 13 stig og þær Mélissa, Randi Keonsha og Oumoul með 11 stig .
Þórsarar voru með undirtökin í þriðja leikhluta og höfðu af og til allt að 10 stiga forskot en gestirnir tóku smá spretti en jafnóðum gáfu Þórsarar í og unnu leikhlutann með 5 stigum og höfðu því 11 stiga forskot þegar loka spretturinn hófst 79:68.
Um tíma í fjórða leikhluta virtist sem Þór ætlaði að stinga endanlega af og voru komnar með 15 stiga forskot þegar þrjár mínútur lifðu leiks 90:85. En þá gerðust Þórsarar værukærir og gestirnir hleyptu smá spennu í leikinn á lokakaflanum og þegar rétt um 48 sekúndur voru eftir var munaði aðeins 6 stigum á liðunum 98:92. En Þórsarar voru sterkari á lokasekúndum leiksins og lönduðu 7 stiga sigri 102:95.
Eins og fyrr segir var leikurinn bráð fjörugur og hin ágætasta skemmtun og sigur Þórs var sanngjarn.
Amandine Toi var stigahæst í liði Þórs með 25 stig en Maddie Sutton átti einnig stórleik með 14 stig, 23 fráköst og 10 stoðsendingar. Þá kom hin unga og bráðefnilega Emma Karólína Snæbjarnardóttir inn með frábært framlag af varamannabekknum og skoraði 15 stig í leiknum. Fyrir gestina úr Skagafirði var Oumoul Khairy Sarr Coulibaly atkvæðamest með 21 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar.
Liðin tvö eru eftir leik kvöldsins jöfn í 6. til 9. sæti deildarinnar með tvo sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.
Bæði lið eru nú komin í landsleikjahlé, en Þór á næst leik gegn Haukum í Ólafssal þann 16. nóvember. Sama dag mun Tindastóll mæta Grindavík í Smáranum.
Umfjöllun, myndir / Palli Jóh