Undir 16 ára landslið drengja vann sinn fyrsta leik B-deild Evrópumótsins, 77-74 gegn Finnlandi. Þetta var fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en liðið leikur í C-riðli.
Þessi sömu lið léku gegn hvort öðru á Norðurlandamótinu fyrr í sumar þar sem Ísland hafði betur í háspennuleik. Það sama var uppá teningnum í kvöld þar sem liðin skiptust á forystu og lítill munur var á liðunum. Íslenska liðið var ögn sterkara á lokasprettinum og vann góðan 77-74 sigur.
Ástþór Svalason var stigahæstur hjá Íslandi með 21 stig og bætti við það fjórum stolnum boltum. Hugi Hallgrímsson var einnig sterkur með 7 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar á 14 mínútum.
Ísland mætir Póllandi á morgun í leik tvö á mótinu. Pólland vann Búlgaríu fyrr í dag og eru liðin því jöfn að stigum. Leikurinn hefst kl 16:45 að Íslenskum tíma og verður sýndir beint.
Upptaka frá leiknum: