spot_img
HomeFréttirFrábær lokaleikur U18 kvenna þrátt fyrir tap - Bronsið til Íslands

Frábær lokaleikur U18 kvenna þrátt fyrir tap – Bronsið til Íslands

Byrjunarlið Íslands: Elín #4, Sylvía #6, Björk #8, Thelma #10 og Emelía #11

Ísland lék sinn lokaleik á NM 2016 gegn heimastúlkum. Fyrir leikinn var ljóst að bæði lið voru föst í sætum óháð úrslitum leiksins, Finnar Norðurlandameistarar og okkar stúlkur í 3. sæti. Stelpurnar okkar voru ákveðnar að skilja allt eftir á gólfinu eftir tvo tapleiki í röð þar sem þær náðu ekki upp sínum besta leik og klára mótið með stæl. Okkar stelpur gerðu nákvæmlega það sem þær ætluðu sér léku vel í sókn og vörn. Leikgleðin og baráttan var svo sannarlega til staðar hjá öllum íslensku stelpunum. Þegar staðan var 20:20 breyttu þær finnsku stöðunni í 20:30 sem var niðurstaðan eftir 1. leikhluta.

Ísland kom til baka í öðrum leikhluta og jafnræði með liðunum fram í hálfleik þar sem bæði lið skoruðu 15 stig. Elfa Falsdóttir setti niður þrjá þrista í fjórum skotum og var með 9 stig og Sylvía með 12 stig og 6 fráköst í hálfleik.

Sama jafnræði var með liðunum í 3. leikhluta. Finnsku stelpurnar voru þó ávallt skrefi á undan en þær íslensku börðust vel en því miður gekk illa að minnka forskotið sem Finnar náðu í 1. leikhluta. Munurinn á liðunum eftir 3. leikhluta var 9 sti, og fór 19:18 fyrir Ísland.

Finnarnir byrjuðu mun betur í 4. leikhluta og náðu mest 15 stiga mun. Um miðjan leikhlutann myndaðist mikil stemning í Íslenska liðinu sem skoruðu 8 stig í röð og minkuðu muninn í 8 stig. Með mikilli baráttu og góðri körfu frá Sylvíu náðu þær muninum niður í 6 stig og 02:20 eftir af leiknum. Því miður var heppnin ekki með okkur á lokamínútunum og þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir vildi boltinn ekki ofan í og endaði leikurinn 71:77 fyrir Finnlandi í skemmtilegum og spennandi leik.

Stelpurnar sýndu sannarlega hversu góðar þær eru í dag og náðu flottum leik gegn sigurvegurum mótsins og hafa nú tækifæri á að mæta enn betri á EM sem framundan er síðar í sumar þar sem verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra þar.

Sylvía endaði með 23 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta, Elín var með 15 stig og 8 fráköst og Emelía var með 10 stig og 3 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn úr leik

Fréttir
- Auglýsing -