13:50
{mosimage}
Dagmar Traustadóttir
Eyrún Líf Sigurðardóttir og Dagnar Traustadóttir skoruðu saman 15 stig í fjórða leikhluta þegar stúlknaflokkur Njarðvíkur tryggði sér sæti í bikaúrslitaleiknum með 64-57 sigri á Haukum á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið.
Haukar voru yfir fyrstu þrjá leikhlutana, 30-25 yfir í hálfleik og með þriggja stiga forskot, 44-41, fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík vann hann hinsvegar 23-13 og er komið í bikarúrslit stúlknaflokks í fyrsta sinn síðan 1996 en Njarðvík vann síðast bikar stúlknaflokks árið 1993.
Eyrún Líf Sigurðardóttir sem er fædd árið 1994 og var að leik þrjú ár upp fyrir sig átti mjög góðan leik fyrir Njarðvík og var með 25 stig og 6 stolna bolta. Dagmar Traustadóttir var einnig góð og með tröllatvennu, skoraði 21 stig og tók 22 fráköst auk þess að gefa 7 stoðsendingar. Heiða Björg Valdimarsdóttir var síðan með 10 stig og 9 fráköst og Ína María Einarsdóttir skoraði 8 stig.
Hjá Haukum var Auður Ólafsdóttir stigahæst með 14 stig, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 12 stig, tók 15 fráköst og stal 7 boltum og þá var Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 11 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.
Mynd: www.umfn.is