spot_img
HomeFréttirFrábær liðsframmistaða skilaði Íslandi fyrsta sigrinum í Gdynia

Frábær liðsframmistaða skilaði Íslandi fyrsta sigrinum í Gdynia

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Svartfjallaland í dag í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Gdynia í Póllandi, 71-53. Fyrsta leik mótsins hafði liðið tapað gegn Litháen í gær og eru þeir því með einn sigur og eitt tap það sem af er móti.

Eftir að hafa verið 13 stigum undir eftir fyrsta leikhluta í leiknum vann íslenska liðið sig til baka og náðu að jafna og komast aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var svo algjörlega undir stjórn íslenska liðsins, sem hægt og rólega bætti við forskot sitt þangað til þeir unnu leikinn með 18 stigum, 71-53.

Almar Orri Atlason var atkvæðamestur í liði Íslands í dag með 23 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 varin skot. Þá var Tómas Valur Þrastarson með 14 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar og Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Á morgun leikur Ísland sinn síðasta leik í riðlakeppni mótsins gegn Slóveníu kl. 11:00.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -