Undir 18 ára lið drengja lagði Eistland í morgun á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu. Liðið er því komið með einn sigur og eitt tap í riðlakeppni Evrópumótsins, en í gær mátti það þola tap gegn Sviss í fyrsta leik.
Íslenska liðið leiddi leik dagsins frá byrjun til enda. Voru komnir með 13 stiga forystu eftir fyrsta fjórðung, 8-21 og 20 stiga forystu þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 19-39. Þessu forskoti hékk liðið svo á út leikinn og vinna þeir að lokum með 19 stigum, 55-74.
Atkvæðamestir fyrir Ísland í dag voru Lars Erik Bragason með 12 stig, 6 fráköst, Kristófer Breki Björgvinsson með 13 stig, 4 fráköst og Lúkas Aron Stefánsson með 13 stig, 4 fráköst og 3 stolna bolta.
Þriðji leikur riðlakeppni liðsins er á dagskrá á morgun kl. 14:00 á morgun sunnudag gegn Póllandi.