spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFrábær í sigurleik gegn Zaragoza

Frábær í sigurleik gegn Zaragoza

Elvar Már Friðriksson og Maroussi lögðu Zaragoza í FIBA Europe Cup, 104-95.

Elvar Már lék tæpar 27 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 15 stigum, 6 fráköstum, 8 stoðsendingum og engum töpuðum bolta, en hann var framlagshæstur í liði Maroussi í leiknum.

Leikurinn var sá annar sem liðið lék í annarri umferð keppninnar, en þeir eru eftir hann í 2.-3. sæti K riðils með einn sigur og eitt tap.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -