Elvar Már Friðriksson og Maroussi lögðu Lavrio í grísku úrvalsdeildinni í dag, 90-85.
Á rúmum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 28 stigum, 2 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var bæði stiga- og framlagshæsti leikmaður vallarins í dag.
Eftir leikinn er Maroussi í 12. sæti deildarinnar með 28 stig.